6.3.2007 | 21:23
Lítil saga frá Svisslandi.
Nú er illt í efni. Við erum orðin kartonkriminalar! Án efa þau einu hér í Naters. Svissarar eins og allir vita eru mjög iðnir við að endurvinna sitt rusl. Þeir eru líka mjög duglegir við að ganga úr skugga um að allir hinir geri það líka.
Nú gerist það að tilkynnt er að allir skuli flokka og hnýta sinn ruslpappír með svokallaðri Kartonsnúru. Okkur hafði láðst að festa kaup á slíkri rúllu en eins og sönnum íslendingum sæmir töldum við að það ætti ekki að koma að sök svona fyrst um sinn. Við skokkuðum með pappírinn í bréfpoka út á stétt viss í okkar sök að við kæmust upp með athæfið. Morguninn eftir hafði allt sorp verið fjarlægt nema okkar! Fljótlega fengum við bréf þess efnis að við hefðum verið tilkynnt af lögreglu til bæjaryfirvalda fyrir tossaskap, kæruleysi og ruslarahátt. Við lifum nú milli vonar og ótta um að verða deporteruð innan skamms og erum mjög leið yfir að hafa orðið landi og þjóð til skammar. Við vonumst þó til að með breyttu hátterni verðum við tekin í sátt eða eins og vitur maður sagði "kaupið ykkur Kartonsnúru"!
Nú gerist það að tilkynnt er að allir skuli flokka og hnýta sinn ruslpappír með svokallaðri Kartonsnúru. Okkur hafði láðst að festa kaup á slíkri rúllu en eins og sönnum íslendingum sæmir töldum við að það ætti ekki að koma að sök svona fyrst um sinn. Við skokkuðum með pappírinn í bréfpoka út á stétt viss í okkar sök að við kæmust upp með athæfið. Morguninn eftir hafði allt sorp verið fjarlægt nema okkar! Fljótlega fengum við bréf þess efnis að við hefðum verið tilkynnt af lögreglu til bæjaryfirvalda fyrir tossaskap, kæruleysi og ruslarahátt. Við lifum nú milli vonar og ótta um að verða deporteruð innan skamms og erum mjög leið yfir að hafa orðið landi og þjóð til skammar. Við vonumst þó til að með breyttu hátterni verðum við tekin í sátt eða eins og vitur maður sagði "kaupið ykkur Kartonsnúru"!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.