handavinnuhornið

Eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs...eða eins og mamma sagði hafa eitthvað á prjónunum..já og ég er að prjóna mér háa ullarsokka núna. Er búin að prjóna peysu á Magga og húfur á okkur skötuhjúin. Já svo datt okkur Nínu í hug að fara að sauma sem þýðir að ég fer og kaupi með henni efni og sauma síðan á hana...saumaði reyndar boli á okkur báðar og við erum bara þokkalega ánægðar með þá en nú vill hún að ég saumi á sig kjól með miklu pífupylsi ....hmmm veit nú ekki hvernig það gengur. Síðan er það málningin..mér gengur bara alveg þokkalega...er búin að mála sítrónur...epli...og síðast skóna mína. Er að rembast við túlípana hér heima en ætla að byrja á einhverri aðeins stærri mynd í kvöld í skólanum....á eftir að ákveða hvað það verður....endilega skoðið myndirnar...  www.naters-sviss.blog.is/album

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband