Jæja nú er nóg komið!!


Það gengur ekki þrautalaust að temja hana Sissu. Svissneskar konur eru miklar húsfrúr sem að sögn eiginmannanna og kokken og bakken allez zuzammen margar sortir oft á dag. Eitthvað varð ég að gera í þessu enda orðið orðavant í umræðunni. það var orðið þannig að ég var orðin fámáll þegar félagarnir veltu upp kostum og gæðum kvenna sinna. Að vísu kann mín á Jeppa og svo á hún líka haglabyssu sem að vísu er í geymslu hjá ónefndum! Svo kann hún að fljúga og hún er betri á bretti en ég( þótt ég hafi byrjað á undan!). Þetta eru samt smáatriði mós við það að koma heim þreyttur úr skólanum í tíu sortir nýbakaðar og heitt kakó. Það fór svo að einn daginn þegar ég var að spásséra úti á fortói rak ég augun í þessa dýrindis bók í verslunarglugga sem heitir því virðulega nafni Der Buch der Sweizer Hausfrau!!. Það var engum blöðum um það að fletta að bókin er nú í eigu Sissu og bíð ég nú spenntur eftir afrakstrinum. Mig langaði bara að deila þessu með ykkur en verð nú að bregða mér í eldhúsið ellegar brennur allt við. ég held að Sissa sé úti að keppa á Línuskautum eða var það fjallaklifri?
Ég held ég verði að hringja í félaga minn Rút sem örugglega kann ráð við þessu enda húsbóndinn á sínu heimili!!
Rútur hefur margoft sagt mér að aðeins eitt sé til ráða í svóna tilfellum. En ég kann nú ekki við að segja frá því hér á þessum síðum. Ég læt vita í næstu viku hvort mér takist að koma beisli á kvenmanninn.

Einn úteldaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband