27.3.2007 | 14:19
Ekki anskotalaust þetta álversmál
Ég var að lesa á mbl að Svafa Grönfeldt hafi varpað fram þeirri spurningu hvers vegna ungt fólk ætti að búa á Íslandi fremur en annar staðar í Evrópu? Ég verð að segja að þessu hef ég velt fyrir mér töluvert undanfarið.
Hún er til að mynda alveg fáranlega skammsýn þessi álversumræða. Þó að stóriðja hafi hugsanlega verið réttlætanleg á Íslandi á siðustu öld þegar Íslendingar gengu á moldargólfum og urðu að smygla skinku og Toblerone inn í landið í skjóli nætur svo maður nefni ekki bjórinn, þá er þessi stefna svo gjörsamlega gjaldþrota að engin orð ná yfir. Hvers vegna þurfum við að nota þriðja heims taktík til þess að halda afdalaþorpum og afskekktum útnárum í byggð? Ísland býr að einu besta menntakerfi í Evrópu og þó víðar væri leitað. Það er löngu búið að sanna að Íslendingum er í lófa lagið að rusla upp hverju fyrirtækinu á fætur öðru sem standa fremst á sínu sviði í þekkingariðnaði, fjármálum og menntun sem til lengri tíma litið koma til með að skila mun meiru til okkar Íslendinga en einhver andskotans útlensk álver.
Ég held að eina útskýringin á þessu háttalagi helmings Íslensku þjóðarinnar sé sú að hún einfaldlega sér ekki út fyrir túngarðinn hjá sér og dettur því helst í hug að byggja álver á lóðinni!
Fyrir mína parta er í fínu lagi að eitthvað af þessum útkjálkadrasli fari í eyði slökkt sé á færibandinu og framsóknarflokkum og liðinu komið á mölina og til mennta. Það getur farið í heimsókn á sumrin, rekið sjoppu og súpueldhús og sagt túristum frá hvað var gaman í einangruninni, myrkrinu og atvinnuleysinu í gamla daga !
Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að maður komi í manns stað og engin þurfi að fara í eyði. Möguleikarnir eru óteljandi og okkar er valið.
Kveðja frá Sviss.
Maggi og Sissa
Athugasemdir
Ja hérna Maggi minn:) það er hiti í þessu hjá þér menntafraukurinn mikli. Já það er mikil umræða hér í gangi og kostningar verða næstkomandi laugardag! það verður fróðlegt að sjá hvað gaflarar velja fyrir sinn heimabæ.
Ég tek undir orð Katrínar Pétursdóttur framkvæmdarstjóra Lýsis hef, að ég hefði aldrei trúað því að mál eins og stækkun álversins gæti ratað í aðra eins endaleysu og nú er orðið. Að sjálfsögðu hefði bæjarstjórn Hafnarfjarðar átt að taka ákvörðun um mál að þessari stærðargráðu. Því miður treysti ég ekki almenningi til að taka svo stóra ákvörðun um framtíð bæjarinns, fólk er einfaldleg ekki nógu kunnugt um mikilvægi stækkunnnar og kynnir sér ekki málin ! þar af leiðandi eins og umræðan er hér á landi þessa dagana þar sem umhverfismál virðast vera nýjasta tískumálefnið og allir flokkar keppast um að hafa skoðun á verndun okkar ástkæra lands( í fyrsta sinn:) og sáu allir grænu álfarnir sig neydda til að stofna nýjan flokk, Íslandshreyfingin þar sem þeir skarta þeim eina sanna Ómari í farabroddi! jísus hvað er að gerast hér á landi eins gott að þið erum þarna í Swiss óhult fyrir þessari vitleysu.
Það er ekki á hverjum degi sem heilt bæjarfélag neitar að taka á móti 800 milljónum í bæjar-og hafnarsjóðs til uppbyggingarmöguleika bæjarins!!
Ekki fleiri orð í bili um þessu hitamál hér á klakanum:) skál
Kristin Stefansdottir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.