12.4.2007 | 12:34
Páskarnir búnir og sumarblíða í loftinu
Allt í einu er veturinn búin og sumarið komið..þetta er svo allt öðruvísi en heima..einn daginn var við frostmark og vetur í loftinu...næsta dag var sumarið komið og við sátum á stuttbuxum út á svölum. Alveg var maður laus við að éta á sig gat í fermingarveislum þessa páskana en vorum vakin af húsbóndanum á páskadagsmorgun með kampavíni með orange djús og ísmola og settumst á svalirnar með Arnóri sem var í heimsókn hjá okkur.....frábær páska morgunmatur..
Nína og Ívar sátu aftur á móti inni í tölvunni og steittu súkkulaði kanínur af hnefa eins og sagt er..
Nú er aftur alvara lífsins tekin við..Nína situr yfir skólabókunum og lærir því að nú styttist í samræmdu prófin..og Maggi er farin að huga að ritgerðinni. Að lokum..hér koma nokkrar myndir að námsmanninum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 14:19
Ekki anskotalaust þetta álversmál
Ég var að lesa á mbl að Svafa Grönfeldt hafi varpað fram þeirri spurningu hvers vegna ungt fólk ætti að búa á Íslandi fremur en annar staðar í Evrópu? Ég verð að segja að þessu hef ég velt fyrir mér töluvert undanfarið.
Hún er til að mynda alveg fáranlega skammsýn þessi álversumræða. Þó að stóriðja hafi hugsanlega verið réttlætanleg á Íslandi á siðustu öld þegar Íslendingar gengu á moldargólfum og urðu að smygla skinku og Toblerone inn í landið í skjóli nætur svo maður nefni ekki bjórinn, þá er þessi stefna svo gjörsamlega gjaldþrota að engin orð ná yfir. Hvers vegna þurfum við að nota þriðja heims taktík til þess að halda afdalaþorpum og afskekktum útnárum í byggð? Ísland býr að einu besta menntakerfi í Evrópu og þó víðar væri leitað. Það er löngu búið að sanna að Íslendingum er í lófa lagið að rusla upp hverju fyrirtækinu á fætur öðru sem standa fremst á sínu sviði í þekkingariðnaði, fjármálum og menntun sem til lengri tíma litið koma til með að skila mun meiru til okkar Íslendinga en einhver andskotans útlensk álver.
Ég held að eina útskýringin á þessu háttalagi helmings Íslensku þjóðarinnar sé sú að hún einfaldlega sér ekki út fyrir túngarðinn hjá sér og dettur því helst í hug að byggja álver á lóðinni!
Fyrir mína parta er í fínu lagi að eitthvað af þessum útkjálkadrasli fari í eyði slökkt sé á færibandinu og framsóknarflokkum og liðinu komið á mölina og til mennta. Það getur farið í heimsókn á sumrin, rekið sjoppu og súpueldhús og sagt túristum frá hvað var gaman í einangruninni, myrkrinu og atvinnuleysinu í gamla daga !
Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að maður komi í manns stað og engin þurfi að fara í eyði. Möguleikarnir eru óteljandi og okkar er valið.
Kveðja frá Sviss.
Maggi og Sissa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007 | 18:22
Jæja nú er nóg komið!!
Það gengur ekki þrautalaust að temja hana Sissu. Svissneskar konur eru miklar húsfrúr sem að sögn eiginmannanna og kokken og bakken allez zuzammen margar sortir oft á dag. Eitthvað varð ég að gera í þessu enda orðið orðavant í umræðunni. það var orðið þannig að ég var orðin fámáll þegar félagarnir veltu upp kostum og gæðum kvenna sinna. Að vísu kann mín á Jeppa og svo á hún líka haglabyssu sem að vísu er í geymslu hjá ónefndum! Svo kann hún að fljúga og hún er betri á bretti en ég( þótt ég hafi byrjað á undan!). Þetta eru samt smáatriði mós við það að koma heim þreyttur úr skólanum í tíu sortir nýbakaðar og heitt kakó. Það fór svo að einn daginn þegar ég var að spásséra úti á fortói rak ég augun í þessa dýrindis bók í verslunarglugga sem heitir því virðulega nafni Der Buch der Sweizer Hausfrau!!. Það var engum blöðum um það að fletta að bókin er nú í eigu Sissu og bíð ég nú spenntur eftir afrakstrinum. Mig langaði bara að deila þessu með ykkur en verð nú að bregða mér í eldhúsið ellegar brennur allt við. ég held að Sissa sé úti að keppa á Línuskautum eða var það fjallaklifri?
Ég held ég verði að hringja í félaga minn Rút sem örugglega kann ráð við þessu enda húsbóndinn á sínu heimili!!
Rútur hefur margoft sagt mér að aðeins eitt sé til ráða í svóna tilfellum. En ég kann nú ekki við að segja frá því hér á þessum síðum. Ég læt vita í næstu viku hvort mér takist að koma beisli á kvenmanninn.
Einn úteldaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 11:20
handavinnuhornið
Eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs...eða eins og mamma sagði hafa eitthvað á prjónunum..já og ég er að prjóna mér háa ullarsokka núna. Er búin að prjóna peysu á Magga og húfur á okkur skötuhjúin. Já svo datt okkur Nínu í hug að fara að sauma sem þýðir að ég fer og kaupi með henni efni og sauma síðan á hana...saumaði reyndar boli á okkur báðar og við erum bara þokkalega ánægðar með þá en nú vill hún að ég saumi á sig kjól með miklu pífupylsi ....hmmm veit nú ekki hvernig það gengur. Síðan er það málningin..mér gengur bara alveg þokkalega...er búin að mála sítrónur...epli...og síðast skóna mína. Er að rembast við túlípana hér heima en ætla að byrja á einhverri aðeins stærri mynd í kvöld í skólanum....á eftir að ákveða hvað það verður....endilega skoðið myndirnar... www.naters-sviss.blog.is/album
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 21:23
Lítil saga frá Svisslandi.
Nú gerist það að tilkynnt er að allir skuli flokka og hnýta sinn ruslpappír með svokallaðri Kartonsnúru. Okkur hafði láðst að festa kaup á slíkri rúllu en eins og sönnum íslendingum sæmir töldum við að það ætti ekki að koma að sök svona fyrst um sinn. Við skokkuðum með pappírinn í bréfpoka út á stétt viss í okkar sök að við kæmust upp með athæfið. Morguninn eftir hafði allt sorp verið fjarlægt nema okkar! Fljótlega fengum við bréf þess efnis að við hefðum verið tilkynnt af lögreglu til bæjaryfirvalda fyrir tossaskap, kæruleysi og ruslarahátt. Við lifum nú milli vonar og ótta um að verða deporteruð innan skamms og erum mjög leið yfir að hafa orðið landi og þjóð til skammar. Við vonumst þó til að með breyttu hátterni verðum við tekin í sátt eða eins og vitur maður sagði "kaupið ykkur Kartonsnúru"!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 16:26
hæ hæ og velkomin á síðuna okkar Magga.
þetta er fyrsta bloggið...loksins það tók nú tímana tvo að koma sér að verki, en betra seint en aldrei.
Helgin var alveg stórfín....reyndar búið að vera leiðindarveður undanfarið.. rigning, rigning og rigning..en snjóar upp í fjalli. En í gær stytti upp og var heiðskýrt og glampandi sól og ég Nína og Ívar vorum ekki lengi að skella okkur upp í fjall, aumingja Maggi var heima að læra...duglegur þetta var alveg frábær dagur..kíkið á slóðina http://www.bettmeralpbahnen.ch/d/live/index.html?0
þetta eru myndavélar á svæðinu þannig að þið getið skoðað veðrið í dag
Guðsteinn er að koma á næsta fimmtudag og allir bíða spenntir. Ívar er alveg viss um að það komi nýr tölvuleikur og Nína bíður eftir djúpum nammmmmmmi namm..enda nammigrísin í fjölskyldunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 15:23
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)