11.11.2007 | 18:35
Við erum flutt yfir götuna ;)
jæja loksins....
þann 1. okt fengum við afhent í Belalpstrasse 7 sem er bara hinum megin við götuna
frá þar sem við bjuggum áður. það þurfti aðeins að ditta að og mála og svoleiðis..en
við erum hæstánægð með íbúðina, þó að svissurum vinum okkar hafi ekki litist á blikun
þegar við sögðum þeim hvert við ætluðum að flytja. þeir eru ekki mikið fyrir að vera í
þessum gömlu húsum nema búið sé að gera þau upp alveg tipp topp.
En, semsagt þann 3. okt kom gámur merktur Eimskip fyrir utan og allt fór á hvolf í
götunni.....mikið um að vera enda ekki á hverjum degi sem slíkt gerist og á staðin
var mættur lögreglumaður og Birgitte frá bæjarskrifstofunum til að aðstoða okkur.
Bloggar | Breytt 9.1.2008 kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 16:05
Farið upp á Breithorn 4165 metrar.
þann 19. ágúst var lagt af stað snemma morguns og markmiðið er að komast upp á Breithorn. þurftum að vakna kl. 5 um morguninn, veðurspáinn var ekki sem best og betra að vera snemma á ferðinni. Fyrst var keyrt upp í Zermatt og þaðan eru teknir kláfar upp í 3500 metra hæð.
Tekið um morguninn í Zermatt....Matterhorn í baksýn.
þetta var nú svosem ekkert strembin uppganga..maður er nú kannski aðalega að díla við hæðina...maður verður dálítið dasaður...eða kannski eins og maður sé búin að fá sér aðeins í glas.
veðrið var bara fínt þegar lagt var af stað...
það var bara að fara nógu hægt...og halda stöðugt áfram...
en á toppin komumst við,,,veðrið var kannski ekki sem best, en við verðum bara að fara aftur..
Minn maður var í miklu stuði og lét hæðina ekkert trufla sig...
Helen, Helo og Manfred löbbuðu ekki með okkur upp en komu á móti okkur og þegar niður var komið var sest niður og snæddur þessi flotti matur.....mikið fjör...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2007 | 08:01
Aftur rólegt í kotinu..
Það hefur heldur betur róast aftur....Krakkarnir byrjaðir í skólanum og Maggi situr við skriftir.
Nína er farin að spila með fótboltaliðinu hér í Naters og fór á fyrsta leikinn sinn síðasta sunnudag. Vildi ekki að við kæmum að horfa svona í fyrsta sinn.....en kom svo heim um kvöldið alveg í rusli...þetta var eitthvað risastórt mót og allir fullt af einhverjum stórum köllum úr boltanum, forseti FIFA og forseti UEFA eða eitthvað svoleiðis og einhverjir heimsfrægir þjálfarar og gamlar kempru sem ég kann engin skil á enda aldrei vitað neitt um fótbolta...en mín dama komst ekki niður á jörðin lengi vel og var frekar svekkt að við vorum ekki á staðnum að horfa og taka myndir...en bætum bar úr því næst...hún kom heim hlaðin gjöfum og áritunum..
Næsti á dagskránni er að Guðsteinn er að koma í heimsókn þann 13.sept. og ég er jafnvel að fara í vínberjatínslu í septembe....hjá einhverjum vínbónda í Sion...bara svona af forvitni...langar að prófa.+
Set hérna með nokkrar myndir síðan vð vorum heima á Íslandi...fórum í rosa skemmtilega jeppaferð í Landmannalaugar sem krakkarnir gáfu okkur í brúðargjöf...fengum afhenta körfu fulla af víni, ostum og öðru góðgæti þegar við komum á staðinn...
Fórum að hjálparfoss og inn í gjánna....ofboðslega fallegt þar..
Og nestiskarfan sem Rósa útbjó var sko ekkert slor...nammmmmmm
En þetta var ekki allt, fórum líka í riverrafting, Rósa og Guðsteinn komu með okkur. Ég var reyndar valin skræfan í hópnum...er ekki mjög hugrökk í vatni og gat alls ekki hoppað af klettinum ofan í ánna....en var rosa gaman. Og síðan fórum við í sleðaferð á Langjökul með Guðsteini, Henry, Birgitte og Manfred go enduðum í bústað foreldra Magga sem fór með kappana út á vatn að veiða...mikið ævintýri....skemmtilegar brúðargjafir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 11:33
Rósa, Unnur, Hólmfríður og Jón í heimsókn..
það fjölgaði skyndilega í heimilinu þegar Rósa og krakkarnir + mínir krakkar komu til Naters eftir rólega daga hjá okkur Magga. En það var rosalega gaman að fá þau í heimsókn. Eins og alltaf þegar koma gestir var ys og þys og mikið fjör og margir staðir sem þurfti að fara á og margt sem þurfti að gera.
skruppum á markaðinn í Domodossola og fengum okkur síðan hádegismat að ítölskum sið
fórum til Fiesh og fengum okkur þennan fína ostarétt fyrir göngutúrinn,,,og síðan var bara kósí kvóld og sjónvarp..
skrapp með strákana að skoða kastalann í Sion....Jón og Ívar.
Seinasta daginn átti að fara í auðvelda ævintýraferð..en hún var nú bara dálítið strembinn....
Unnur, Ívar, Jón og Rósa tilbúin í slaginn
Dálítið dasaður maður minn.........Rósa í miklu klifri og ...........Jón og Ívar mjög einbeittir
Unnur í mikilli Tarsansveiflu...............öll strollan að klöngrast upp
Það var frekar gott að setast aðeins niður og fá sér smá nesti og jafna sig eftir mestu hrellingarnar..
Lentum reyndar í smá veseni í lok ferðar..þurftum að fara útaf stígnum því að restin af leiðinni lá í gegnum helli sem var fullur af vatni...Ívar fékk dálítla byltu..hrapaði ca. 4 metra og þurftum að fara með hann upp á spítala í skoðun...en sem betur fer bara mar og skrámur...held að minn maður skelli sér bara með mömmu sinni í aðra ferð fljótlega...
Bloggar | Breytt 29.8.2007 kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 09:13
Klífa tinda, skríða kletta.
Já það er búið að vera mikið að gera hjá okkur síðan við komum aftur hingað heim til Naters. Vorum boðin upp í húsið þeirra Henry og Birgitte fyrstu helgina efti að við komum heim og á laugardagskvöldinu var grillað og borðað á sig gat..á sunnudagsmorgni var farið snemma á fætur og lagt af stað upp á Sparrhorn sem er 3020 metrar..við vorum nú dálítið dösuð en upp á toppin fórum við
Í vikunni á eftir fór ég með Henry og systur hans upp á Eggishorn, en það var nú öllu auðveldara þar sem hún er ekki mikill göngugarpur og við tókum kláf næstum alla leið.. en æðislegt útsýni þaðan.
Og enn var lagt af stað ( Maggi var reyndar heima að læra ) og nú var rokið á lappðir kl. 6. um morgunin og lagt af stað til Mörel og þaðan tekin kláfur upp í Riederalp og nú skildi labbað yfir jökulinn sem sést hér á myndinni...þetta var heljarinnar gönguferð..ca. 7.klst og tók dálítið á en það hafðist og um 4 leitið komum við til Belalp. þar var mikil gleði í gangi, Jakobsfest og vorum við í miklu stuði þar fram eftir kvöldi
Við fórum einnig í matarboð til systur Henrys til Crans Montana sem er rosalega flott skíða og útivistarsvæði og fórum þar í langa gönguferð og nú síðast á fimmtudaginn fórum við í klettersteigen. En þá er maður í klifurbelti og klöngrast upp kletta en er alltaf tryggður í línu. þetta var nú reyndar dálítið púl en var þetta 3. erfiðasti stígurinn hér í Sviss..:)
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri, þá sjáið þið gljúfrið og hvar við löbbuðum yfir á vír...) jæja nóg af fjallaklifri í bili, á morgun koma Ívar og Nína heim og Rósa systir, Hólmfríður og Jón með þeim og síðan Unnur á fimmtudaginn þannig að það verður mjög gaman næstu daga...:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2007 | 14:28
Brúðkaup Magga og Sissu í Landeyjum
þetta var frábær dagur og ég held að það sé best að láta myndirnar tala
Kíkið síðan endilega í myndaalbúmið, þar eru fleiri myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 09:39
Erum að koma til Íslands
já nú stittist heldur betur í að við komum heim..og öllum farið að hlakka mikið til. Nína er búin að vera í einhverskonar vinnudögum í skólanum og kvartar mikið um að hennar hópur fái erfiðasta verkið...haha en þetta er nú dálítið strembið, það er verið að grisja svæði hér upp í fjalli og þau þurfa að burðast með trédrumba og henda fram af kletti og það er 33. stiga hiti í forsælu...úffff Annars er veðrið búið að vera afskaplega notalegt undanfarið ekki of heitt, en nú er hitinn skollin á....
Við Maggi töltum hér upp í fjall á morgnana áður en það er orðið allt of heitt...það er mjög notalegt. Það ringdi dálítið um daginn þannig að einn morgunin var enn dálítið blautt þegar við vorum að labba og við fundum líka þennan aragrúa af sniglum í stórum kuðungum. Minn maður vildi endilega að við mundum tína slatta af sniglum og elda okkur en ég var einhvernveginn ekki alveg viss um að ég hefði list á að borða þá þar sem ég sá þá skríða um....já maður er nú dálítið skrítinn,,, frekar að kaupa þá frosna út í búð...hahah
En við erum líka búin að standa í smá sultugerð með Tylu sem er frá Suður Afríku. Hún er gift einum þjóðverjanum í skólanum og þau búa líka hér í Naters. Það er risa tré með kirsuberjum í garðinum hjá henni og konan þar gaf okkur leifi til að tína þau og við Nína og Ívar fórum þangað einn morgunin og tíndum ber með Tylu meðan Maggi var heima og lærði. Siðan komum við hingað heim til okkar og suðum sultu...þetta var svosem engin rosa framleiðsla því að það hafði ringt í tvo daga áður en við tíndum berin og þá verða þau ónýt, þannig að við urðum að fleigja helling af berjunum, en þetta var mikið fjör og Maggi og Tyla sem eru bæði kokkar stóðu sig með prýði og sultan er alveg frábær :)
En nú er bara að koma sér í að pakka.....hlökkum til að hitta alla...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 10:31
Helgarferð í Gullnámurnar.
Allt rólegt hér í Naters, Nína í Köben með bekknum sínum frá Íslandi, búin að vera mikil spenna að komast í þessa ferð.
Vorum boðin með vinafólki okkar Domo og Rosalindu, héðan frá Naters í sumarhúsið þeirra upp í fjöllunum um helgina. Domo er fæddur og uppalin í Gondo sem er landamærabærinn milli Ítalíu og Sviss og er hérna hinum megin við Simplon pass. Pabbi hans og afi vorum smyglarar og smygluðu kaffi, sígarettum og sykri frá Sviss til Ítalíu. Sumarhúsið þeirra er í dal fyrir ofan Gondo en þar voru gamlar gullnámur, fjölskyldan hans á þetta land og á því voru verksmiðjurnar þar sem gullið var unnið, en í dag eru þau búin að breyta þessu í glæsileg sumarhús.
þetta var alveg frábær helgi, fórum og hittum einbúa úr fjöllunum og keyptum af honum ost og smjör og skoðuðum fjósið hans og geiturnar...endilega kíkið á myndirnar..
Bloggar | Breytt 30.7.2007 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 19:11
Skíðavertíðinni lokið.....:(
Þá höfum við farið okkar síðustu ferð á bretti þennan veturinn..snjórinn er alveg farinn hér uppi í Belalp sem er í fjallinu fyrir ofan okkur en við höfum farið síðustu tvær helgar upp til Saas Fee en þar er hægt að skíða upp í 3600 metra hæð og þá er maður á jökli og reyndar er líka skíðað þar á sumrin á efsta svæðinu. það var heilmikið fjör um síðustu helgi enda brettamót í gangi og Ívar var alveg heillaður og æfði sig af krafti í brettagarðinum.....mikil stökk og læti Nína var svo sem engin eftirbátur enda mikið af sætum gæjum á svæðinu..hahaha
það er óhætt að segja að sumarið hafi skollið á okkur, það fór nánast úr frostmarki og upp í 30° C á nokkrum dögum, enda sá maður snjóin hverfa úr fjallinu hér fyrir ofan. Vorið semsagt kom ekki og fólkið hér segir að það sé ekki mjög gott fyrir gróðurinn.
En við látum okkur ekki leiðast og nú rjúkum við Maggi upp í fjall alla morgna í svona klukkutíma um leið og krakkarnir eru farinn í skólann og þá er minn maður frískur að setjast yfir lærdóminn.
Síðan er dregur Ívar okkur út í fótbolta öðru hverju...hmmm..get nú ekki sagt að ég slái í gegn þar en þeir reyndu að hafa mig í marki en ég forða mér hið snarasta um leið og boltinn stefnir á mig hahaha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 22:42
Pólítík
Það færist hiti í leikinn í pólítíkini á Fróni.
Nú er svo komið að ég get ekki lengur sofið fyrir áhyggjum. Miklar sviptingar eru í Kastljósinu sem við horfum á á morgnanna og verð ég oft svo æstur að kaffið skvettist upp úr bollanum og enginn fær neitt við ráðið.
Sjálfur kem ég af miklum jafnaðarmönnum af ætt rósarinnar og hef þar til nýverið trúað því að íhaldið væri af hinu illa og verkfæri djöfulsins sem beitti því og kommunum á víxl til að gera fróm verk og hugsjónir manna að engu og auk þess hneppa okkur öll í eilífan þrældóm fátæktar og misréttis. Þetta er að öllum líkindum rétt, en hinsvegar get ég þrátt fyrir einhug fjölskyldunar ómöglega réttlætt að ég greiði Samfylkingu atkvæði mitt.
Hún er bara svo djö.... slöpp. Ég held reyndar að um sé að kenna að hluta að hún hreinlega skeit í rúmið sitt um árið þegar borgarstjórinn gaf skít í þau loforð sem höfðu verið gefin og í framhaldi rak Reykjavík stjórnlaust upp í Valhöll. Pólítískt sjálfsmorð! Hvað er annað í boði, Vinstri grænir! Úff maður. Mér finnst að eigi að nýta frábæra aðstöðu á fyrrum Natókampinum og flytja allt græna vinstri hafaríið þangað læsa hliðinu og henda lyklinum.
Aðstaðan er kjörinn, það er gaddavír allt um kring og einungis þarf að fá smá rafmagn frá álverinu til að koma straum á girðinguna. Þarna gætu allaballarnir marsérað á sandölunum, þróað sjálfbæra umhverfistefnu og sungið Internassjónalinn, allt undir eftirliti Steingríms og Ögmundar sem gætu haft aðstöðu í gamla flugturninum sem er kjörinn til eftirlits og miðstýringar.
Auk þess er öll aðstaða til einræðis með eindæmum góð á vellinum.
Jæja ætli sé ekki best að koma sér í háttinn.
Bloggar | Breytt 13.4.2007 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)