Aftur rólegt í kotinu..

Það hefur heldur betur róast aftur....Krakkarnir byrjaðir í skólanum og Maggi situr við skriftir.

Nína er farin að spila með fótboltaliðinu hér í Naters og fór á fyrsta leikinn sinn síðasta sunnudag. Vildi ekki að við kæmum að horfa svona í fyrsta sinn.....en kom svo heim um kvöldið alveg í rusli...þetta var eitthvað risastórt mót og allir fullt af einhverjum stórum köllum úr boltanum, forseti FIFA og forseti UEFA eða eitthvað svoleiðis og einhverjir heimsfrægir þjálfarar og gamlar kempru sem ég kann engin skil á enda aldrei vitað neitt um fótbolta...en mín dama komst ekki niður á jörðin lengi vel og var frekar svekkt að við vorum ekki á staðnum að horfa og taka myndir...en bætum bar úr því næst...hún kom heim hlaðin gjöfum og áritunum..Grin

Næsti á dagskránni er að Guðsteinn er að koma í heimsókn þann 13.sept. og ég er jafnvel að fara í vínberjatínslu í septembe....hjá einhverjum vínbónda í Sion...bara svona af forvitni...langar að prófa.+

Set hérna með nokkrar myndir síðan vð vorum heima á Íslandi...fórum í rosa skemmtilega jeppaferð í Landmannalaugar sem krakkarnir gáfu okkur í brúðargjöf...fengum afhenta körfu fulla af víni, ostum og öðru góðgæti þegar við komum á staðinn...

                                       Fórum að hjálparfoss og inn í gjánna....ofboðslega fallegt þar..Smile

                                         Og nestiskarfan sem Rósa útbjó var sko ekkert slor...nammmmmmm

En þetta var ekki allt, fórum líka í riverrafting, Rósa og Guðsteinn komu með okkur. Ég var reyndar valin skræfan í hópnum...er ekki mjög hugrökk í vatni og gat alls ekki hoppað af klettinum ofan í ánna....en var rosa gaman. Og síðan fórum við í sleðaferð á Langjökul með Guðsteini, Henry, Birgitte og Manfred go enduðum í bústað foreldra Magga sem fór með kappana út á vatn að veiða...mikið ævintýri....skemmtilegar brúðargjafir Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband