Skíðavertíðinni lokið.....:(

Þá höfum við farið okkar síðustu ferð á bretti þennan veturinn..snjórinn er alveg farinn hér uppi í Belalp sem er í fjallinu fyrir ofan okkur en við höfum farið síðustu tvær helgar upp til Saas Fee en þar er hægt að skíða upp í 3600 metra hæð og þá er maður á jökli og reyndar er líka skíðað þar á sumrin á efsta svæðinu. það var heilmikið fjör um síðustu helgi enda brettamót í gangi og Ívar var alveg heillaður og æfði sig af krafti í brettagarðinum.....mikil stökk og læti Nína var svo sem engin eftirbátur enda mikið af sætum gæjum á svæðinu..hahaha Wink

í kláfinum á leiðinni upp komin alla leið upp á topp... DSC0363

það er óhætt að segja að sumarið hafi skollið á okkur, það fór nánast úr frostmarki og upp í 30° C á nokkrum dögum, enda sá maður snjóin hverfa úr fjallinu hér fyrir ofan. Vorið semsagt kom ekki og fólkið hér segir að það sé ekki mjög gott fyrir gróðurinn.

En við látum okkur ekki leiðast og nú rjúkum við Maggi upp í fjall alla morgna í svona klukkutíma um leið og krakkarnir eru farinn í skólann og þá er minn maður frískur að setjast yfir lærdóminn.

Síðan er dregur Ívar okkur út í fótbolta öðru hverju...hmmm..get nú ekki sagt að ég slái í gegn þar en þeir reyndu að hafa mig í marki en ég forða mér hið snarasta um leið og boltinn stefnir á mig hahaha W00t

á leiðinni út á völl  með Ívari í fótbolta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband