Pólítík

Jahérna!!
Það færist hiti í leikinn í pólítíkini á Fróni.
Nú er svo komið að ég get ekki lengur sofið fyrir áhyggjum. Miklar sviptingar eru í Kastljósinu sem við horfum á á morgnanna og verð ég oft svo æstur að kaffið skvettist upp úr bollanum og enginn fær neitt við ráðið.
Sjálfur kem ég af miklum jafnaðarmönnum af ætt rósarinnar og hef þar til nýverið trúað því að íhaldið væri af hinu illa og verkfæri djöfulsins sem beitti því og kommunum á víxl til að gera fróm verk og hugsjónir manna að engu og auk þess hneppa okkur öll í eilífan þrældóm fátæktar og misréttis. Þetta er að öllum líkindum rétt, en hinsvegar get ég þrátt fyrir einhug fjölskyldunar ómöglega réttlætt að ég greiði Samfylkingu atkvæði mitt.
Hún er bara svo djö.... slöpp. Ég held reyndar að um sé að kenna að hluta að hún hreinlega skeit í rúmið sitt um árið þegar borgarstjórinn gaf skít í þau loforð sem höfðu verið gefin og í framhaldi rak Reykjavík stjórnlaust upp í Valhöll. Pólítískt sjálfsmorð! Hvað er annað í boði, Vinstri grænir! Úff maður. Mér finnst að eigi að nýta frábæra aðstöðu á fyrrum Natókampinum og flytja allt græna vinstri hafaríið þangað læsa hliðinu og henda lyklinum.
Aðstaðan er kjörinn, það er gaddavír allt um kring og einungis þarf að fá smá rafmagn frá álverinu til að koma straum á girðinguna. Þarna gætu allaballarnir marsérað á sandölunum, þróað sjálfbæra umhverfistefnu og sungið Internassjónalinn, allt undir eftirliti Steingríms og Ögmundar sem gætu haft aðstöðu í gamla flugturninum sem er kjörinn til eftirlits og miðstýringar.
Auk þess er öll aðstaða til einræðis með eindæmum góð á vellinum.
Jæja ætli sé ekki best að koma sér í háttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband