28.8.2007 | 11:33
Rósa, Unnur, Hólmfríður og Jón í heimsókn..
það fjölgaði skyndilega í heimilinu þegar Rósa og krakkarnir + mínir krakkar komu til Naters eftir rólega daga hjá okkur Magga. En það var rosalega gaman að fá þau í heimsókn. Eins og alltaf þegar koma gestir var ys og þys og mikið fjör og margir staðir sem þurfti að fara á og margt sem þurfti að gera.
skruppum á markaðinn í Domodossola og fengum okkur síðan hádegismat að ítölskum sið
fórum til Fiesh og fengum okkur þennan fína ostarétt fyrir göngutúrinn,,,og síðan var bara kósí kvóld og sjónvarp..
skrapp með strákana að skoða kastalann í Sion....Jón og Ívar.
Seinasta daginn átti að fara í auðvelda ævintýraferð..en hún var nú bara dálítið strembinn....
Unnur, Ívar, Jón og Rósa tilbúin í slaginn
Dálítið dasaður maður minn.........Rósa í miklu klifri og ...........Jón og Ívar mjög einbeittir
Unnur í mikilli Tarsansveiflu...............öll strollan að klöngrast upp
Það var frekar gott að setast aðeins niður og fá sér smá nesti og jafna sig eftir mestu hrellingarnar..
Lentum reyndar í smá veseni í lok ferðar..þurftum að fara útaf stígnum því að restin af leiðinni lá í gegnum helli sem var fullur af vatni...Ívar fékk dálítla byltu..hrapaði ca. 4 metra og þurftum að fara með hann upp á spítala í skoðun...en sem betur fer bara mar og skrámur...held að minn maður skelli sér bara með mömmu sinni í aðra ferð fljótlega...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.