16.2.2009 | 08:03
Karnival í Naters
Já maður vaknar upp við þvílíku lætin alla morgna þessa dagana. Í gærkveldi (föstudaginn 13 feb) byrjaði fjörið með miklumeldglæringum þegar drekinn kom í þorpið. í dag er 1 dagur í Karnivali og öll börn í bænum mætt og síðan stendur fjörið bara frameftir og út alla vikuna.... já engin pása. Ívar hefur boðið nokkrum gaurum í partý í kvöld og húsið leikur á reiðiskjálfi.. eins gott að hafa augu opin.... heyrðum mikil læti og runnum á hljóðið og voru þá allir gæjarnir út í glugga og góluðu "Porno partý .... Porno partý" já miklir gaurar þar á ferð. það er einhvernvegin þannig þessa dagana að það verða allir dálítið geggjaðir :)
En við ætlum að leyfa ykkur að fylgjast aðeins með þessu fjöri.. þar sem þið getið ekki mætt á staðinn :(
hér koma myndir og myndbönd og kannski reynum við að skella einhverju inn næstu daga..þannig að ....fylgist með.
tveir fyrrum nemendur Magga mættu til að kíkja á fjörið með okkur...sá í rauða jakkanum er rússi og er mentaður eldflaugaverkfræðingur frá Háskólanum í Moskvu...já margir furðulegir fýrar hér
þessi myndbönd eru tekin af svölunum heima hjá mér..skrúðgangan fer frá torginu og niður götuna framhjá húsinu okkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 13:43
Seilpark fuhrer
Já maður fékk sér bara vinnu í sumar við að klifra og djöflast upp í trjám. Var reyndar bara mjög gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 13:34
Magnús garðyrkjumaður
Já hann er dugnaðarforkur hann Magnús...lagði af stað í mikla garðrækt þetta vorið....ja hann færi nú kannski ekki 1.verðlaun fyrir garðyrkjustörf enda algjör óþarfi að vera stöðugt að reyta arfa
En það var nú samt þessi fína uppskera, tómatar, púrrulaukur, salat af ýmsum tegundum,dill, ja og ýmislegt fleira sem ég kann ekki að nefna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 13:17
Ívar og Maggi í klettabrölti.
þeir strákarnir skelltu sér einn góðviðrisdag á klettastíg.... maður verður að vera með belti en leiðin er tilbúin.. þetta er Massaklettersteig sem er hér rétt hjá upp í fjlalli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 13:07
Maggi klöngrast upp á fjallstoppa..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 11:31
Maggi útskrifast
jes.....Þá er minn maður búin að klára þennan áfanga og útskrifaðist með pomp og prakt þann 19. júiní. Fjölskyldan skellti sér í sparidressið og fórum til Le Bouveret þar sem útskriftin fór fram í blíðskaparverði. Eftir athöfnina var boðið upp á mat og drykk niður í skólanum en þegar því lauk fórum við til Montreux og snæddum kvöldverð á flottum veitingarstað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2008 | 10:05
Skruppum til London
ja þegar allir gestirnir voru farnir..á laugardagsmorgni skelltum við okkur í helgarferð til London með Henry og Birgitte;)
já mikið fjör...fórum frá Genf og lentum á Citi airport..alveg frábært í miðborg London. Vorum í gistingu upp í Notthing Hill á einhverju hippahóteli sem Maggi fann á netinu....Gesthouse West...frekar skemmtilegt,
Fórum á markaðinn í Porto Bello um morgunin og skelltum okkur síðan niður í bæ á Belgo..sem selur krækling og franskar og mikið úrval af bjór..... mikið stuð..fórum á Momos....Itsu....Ivy....skemmtum okkur konunglega þessa helgi og til baka á mánudegi :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 15:12
Sumarið komið
Loksins að maður kemur einhverju á prent aftur..er búin að vera í miklu bauki með að koma myndum inn á síðuna..gafst síðan alveg upp, en í gær skrifaði ég til blog.is og auðvitað barst hjálpin strax..ekki nota operu vafraran..minn maður sem sagði að hann væri bestu og auðvitað var ég búin að breyta öllu hjá mér..en semsagt farin að nota Explorer aftur og get sett in myndir. veiiiii
Allavega hér eru allir í stuði, búin að vera mikill gestagangur og mikið fjör. Mamma og Rósa Birgitt voru hér í tvær vikur í lok apríl og byrjun mai og var mikið fjör enda gert víðreist um svæðið og brunað alla leið til Feneyja. Endilega kíkið á slóðina http://naters-sviss.blog.is/album/ og skoðið myndirnar
það skemmtilega var að á sumardaginn fyrsta breyttist veðrið og sumarið kom með miklum stæl.
laugardaginn 10 mai var mikið fjör á heimilinu enda var Nína að fara á útskriftarball með vinkonum sínum í menntaskólanum í Brig og ég var að mála allar skvísurnar
Um kvöldið þann 10.mai kom Hrönn vinkona í heimsókna og ég skellti mér til Bern að taka á móti henni síðasta spottan. það var mikið fjör hjá okkur næstu daga..farið út að borða, verslað og hlegið mikið, og dömunni kennt að drekka rauðvín ekki dugar annað þegar maður er komin inn í mitt vínræktarhérað. Auðvitað var svo farið með dömuna í smá göngutúr í fjöllin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 12:35
Maggi komin í Trocken fleisch framleiðslu.
það dugar ekki annað en taka þátt í því sem hér er að gerast og í nóvember og desember fara allir hér á kaf í að hengja upp kjöt í skúrunum sínum..... Henry, Peter, Thomas Dimitri og Maggi mættust snemma morguns eftir að vera búnir að panta ein 300 kg af kjöti. Maggi tók þessu nú rólega og ákvað að byrja með 6 kg. og fá að fylgjast með herlegheitunum. það var byrjað á Cafe Roma að fá sér kaffibolla og síðan var farið með kjötið upp í bilskúr þar sem það er lagt í sérstakan salt og kryddlög og látið liggja þar í uþb. viku. Minn maður var ekki lengi að komast að því að þetta er svona kallaskrall...já menn eru búnir að fá sér nokkra snafsa á hádegi. En svo illa stóð á fyrir mínum að við þurftum að mæta á jóladinner hjá kennurunum í skólanum þannig að uppúr hádegi brunuðum við niður til Bouvered þar sem við snæddum þennan fína jóladinner. Við vorum ekki komin hingað heim aftur fyrr en um 9 leitið um kvöldið og þá kíktum við út til að líta á strákana..... þeir voru orðnir nokkuð skrautlegir og farnir að drekka landing vater..
hér er mynd af kjötinu...tekin í janúar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 18:33
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Já hér hefur verið í nógu að snúast síðasta mánuð. það var náttúrulega þessi hefðbundni jólaundirbúningur..við fórum svosem ekkert á hvolf..en bökuðum nokkrar sortir og fórum á jólamarkaðinn sem var hér í Naters...mikið fjör.
þann 1. des héldum við smá innflutningspartí og var mikið fjör...Maggi sá um veitingar en ég um leikjadagskrána og var liðið látið hlaupa hér út um víðan völl í ratleik..
Guðsteinn kom á þorláksmessu eins og jólasveinn hlaðin góðgæti frá Íslandi..
jólahamborgarahryggurinn og hangkjötið. Síðan komu Halli og Stína þann 27.desember.
það er þessi fíni snjór hér upp í falli þannig að farið var á skíði og rennt sér niður fjallið
á sleiða,,,sem er mikið fjör.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)